news

Gaman á Kisudeild

30 Jan 2016

Af okkur á Kisudeild er allt gott að frétta. Það er alltaf nóg að gera hjá okkur. Þessa dagana eru að bætast fleiri börn við deildina hjá okkur. Þær Viktoría Fanney og Tinna Dís voru í aðlögun hjá okkur í þessari viku og í næstu viku byrjar Emil Aron hjá okkur. Magni Sævar færist yfir á Bangsadeild og þökkum við honum og fjölskyldunni hans kærlega fyrir samveruna.
Við vorum með Þorrablót á miðvikudaginn og voru börnin dugleg að borða matinn, þeim leist best á slátrið og rúgbrauðið en mörg hver smökkuðu hákarl, hrútspunga og sviðasultu.