Deildin okkar heitir Kanínudeild

Kanínudeild er fyrir eldri börnin í skólanum.

Á Kanínudeild eru 24 börn á aldrinum þriggja til sex ára.Hóparnir á Kanínudeild kallast Álfar, Hraunálfar og Skógarálfar.

Samverustundir þrisvar á dag þar sem spjallað er um veður og útiklæðnað, farið yfir dagskrá dagsins. Það er sungið, lesið og börnin læra framsögn og nýtast við tákn með tali. Einnig vinna þau með Blæ, vináttuverkefni Barnaheilla.

Vinnustundir eru tvisvar í viku, börnin fara ýmist í ævintýraferðir út fyrir skólann eða nýta tímann í fínhreyfiverkefni, listsköpun og umræður.

Álfastundir eru á hverjum degi í hádeginu og þar er farið í markvissa málörvun, stærðfræði og fleira með elstu börnin. Í hádegisstundum læra börnin málhljóðin með bókinni Lubbi finnur málbein.

Íþróttir fyrir Álfa í Bjarkarhúsi á mánudögum. Íþróttir í sal fyrir álfa, hraunálfa og skógarálfa á miðvikudögum. Álfar fara mikið í ferðir og vinna úr heimsóknum með ýmsum hætti t.d. í listsköpun og umræðum.

Deildarstjórinn á Kanínudeild er Sylwia Baginska.