Deildin okkar heitir Kisudeild

Kisudeild er fyrir yngri börnin í skólanum.

Á Kisudeild eru 19 börn, öll um tveggja ára aldur. Samverustundir þrisvar á dag. Þar er sungið, lesið, lært um dagana og mánuðina, liti og form, afstöðuhugtök, telja og fleira. Þau nota einnig við Tákn með tali og vinna með Blæ, vináttuverkefni Barnaheilla.

Það eru vinnustundir tvisvar í viku þar sem þau gera fínhreyfiverkefni, læra um líkamann, fylgja þema í tímabilum orðaforðanámskrár Viðivalla, spila samstæðuspil og fleira. Einnig eru skipulagðir íþróttatímar í íþróttasalnum á þriðjudögum.

Deildarstjórinn á Kisudeild er Saga Jónsdóttir.