Deildin okkar heitir Ungadeild

Ungadeild er fyrir yngstu börnin í skólanum.

Á deildinni eru 16 börn á aldrinum 15-24 mánaða. Hóparnir á ungadeild kallast Smáálfar og Blómálfar.

Þar eru tvær til þrjár samverustundir á dag þar sem er sungið, lesið, farið með þulur, börnin læra dagana og mánuðina og svo er málörvun gegnum myndir. Deildin nýtist við Tákn með tali og vinnur með Blæ, vináttuverkefni barnaheilla.

Það eru vinnustundir tvisvar í viku, börnin fara í verkefni sem snúa að fínhreyfingum, æfa sig að vera í hóp og fylgja þema eftir tímabilum orðaforðanámskrár skólans. Svo fara börnin í skipulagða íþróttatíma í íþróttasalnum á fimmtudögum.

Deildarstjórinn á Ungadeild er Rúna S. Örlygsdóttir.