news

Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2021 / Registration of preschool children for summer vacation 2021

18 Feb 2021

Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2021

Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Markmið sumaropnunar er að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarleyfi á sama tíma og börn þeirra. Sumarleyfistímabil leikskólabarna er frá 15. maí – 15. september ár hvert. Börn fædd 2015 sem fara í grunnskóla haustið 2021 ljúka leikskólagöngu sinni eigi síðar en 30. júlí 2021. Öll börn skulu taka samfellt sumarleyfi í leikskóla í 4 vikur.

Opið er fyrir skráningu sumarleyfa frá 18. febrúar - 18. mars 2021.

Skráning sumarleyfis er bindandi og mikilvægt að allir foreldrar skili inn skráningu fyrir 18. mars nk. Skráning í sumarleyfi fer fram á MÍNUM SÍÐUM á www.hafnarfjordur.isopna skráningarform

Starfsemi leikskólanna fer eftir fjölda barna hverju sinni og getur því verið með breyttu sniði yfir sumartímann þegar flest börn eru í leyfi. Sumarstarfsfólk úr Vinnuskóla Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri, bætist við hóp starfsfólks leikskólanna yfir sumartímann. Allt sumarstarfsfólk fer á nýliðanámskeið sem ætluð eru sérstaklega fyrir leikskólastarfsfólk og haldin verða á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þegar skráningu sumarleyfa er lokið fá foreldrar nánari upplýsingar um skipulag leikskólastarfsins yfir sumarið. Gera má ráð fyrir sameiningu deilda og barnahópa einhvern hluta tímabilsins.

Mikilvægt er að virða tímamörk á skráningu sumarleyfa. Við hvetjum ykkur því til að skrá börn ykkar í sumarleyfi sem allra fyrst.


Með kveðju,

skrifstofa mennta– og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar

------------------------------------------

Registration of preschool children for summer vacation 2021

From now on the preschools in Hafnarfjörður will be open all year round, the change will take effect the summer of 2021. The aim of the summer opening is to meet the wishes of parents and increase the possibility for parents to be on a summer vacation at the same time as their children. The summer holiday period for preschool children is from May 15th – September 15th each year. Children born in 2015, starting primary school in the autumn of 2021, complete their preschool education no later than July 30th. All children attending preschool must have a 4 weeks continuous summer holiday.

Registration for summer vacation is open from February 18th – March 18th 2021.

The registration of summer vacation is binding and it is important that all parents submit their registration before March 18th. Registration for summer vacation takes place on MY PAGES at www.hafnarfjordur.is/en - open registration form (choose English version at the botton)

The activities of the preschools depend on the number of children attending at any given time and therefore the schedule and school work can be different during the summer when most children are on vacation. Summer staff from Vinnuskóli Hafnarfjörður / Work School, 18 years and older, will be added to the group of preschool staff during the summer. All summer staff will take courses that are specially designed for preschool staff and will be held by Hafnarfjarðarbær. When the overall registration of summer vacation is completed, parents will receive further information about the preschool activities during the summer.

It is important to respect the time limit for registration. We therefore encourage you to register as soon as possible when your child will be on a summer vacation.

Regards,

office of Hafnarfjörður Department of Education and Public Health